Færsluflokkur: Bloggar

Á golf ekki að vera dægurmál/íþrótt?

Ég kolféll fyrir golfíþróttinni ekkert alls fyrir löngu. eftir margra ára fótboltafylllerí og handboltatripp. þá loksins náði golfið að heilla mig, allt gott og blessað með það nema hvað að ég er búinn að komast að því að þetta er ekkert íþrótt fyrir hvern sem er! það er gert í því að reyna að mismuna fólki og passa upp á að einungis ákveðinn partur af fólki komist að, þeir fara fínt í þetta en gera það þó... verið róleg ég er með punkt.. í fyrsta lagi þá er bannað að fara í gallabuxum í golf?? hvaða ands. rugl er nú það? ekki veit ég til þess að það séu reglur fyrir því í neinni annari íþrótt nema þá að maður sé að keppa og skil ég það betur! þetta þykir mér ótrúleg heimska og svolítinn vott um snobb.. höldum áfram.. annað dæmi, þá kostar að fara á völl á íslandi að meðaltali 3000.- 9 holur lægst fer það í um 1500.- og hæst í um 5500.- fyrir 9 skitnar holur! þetta þykir mér fásinna. hvað er verið gera með þessu verði. bensínið virðist gefnis við hliðina á þessari verðskrá. ekki nóg með það ef þú ætlar að skrá þig í golf klúbb þá kostar árið um 100.000.- en þá færðu að spila frítt, nema þegar það eru mót því þá er völlurinn upptekinn. sem eru annan hvern dag! svona heldur listinn áfram. ég veit ekki með ykkur en mér finnst vanta jafnvægi í þessa íþróttagrein. við þurfum að lækna golfíþróttina af 2007 veikini og gera öllum grein fyrir því að sama hvað við höldum, vonum og jafnvel trúum þá eru ekkert allir með nóg á milli handanna í dag og það þarf að sníða ýmislegt eftir þörfum fólksins, það eru jú nú einmitt fólkið sem býr á þessu yndislega landi!

Höfum við efni á að setja reglur um nagladekkjanotkun?

If you dont like the weather in iceland just wait a minute! þetta er mjög þekktur og vinsæll frasi sem margir nota þegar tækifæri gefst. með þetta í huga, verð ég einfaldlega að lýsa óánægju minni á íslenska ríkinu að setja viðurlög við notkun nagladekkja. ég skil að það sé gert útí heimi en við búum ekki við þær aðstæður hér að geta sleppt nagladekkjum í einhvern ákveðin tíma! þeir segja að þetta sé til að spara peninga vegna mögulegra vegagerðarútgjalda en hver er kostnaðurinn við hvert dauðsfall? ætla þeir að fara verðsetja líf einstaklings? þetta þykir mér skrítið.. ef þeir ætla setja sektir á nagladekkjanotkun þá finnst mér að þeir ættu að bjóða upp á fríar umfelganir þegar þess þarf!
mbl.is Óvenju kalt í háloftunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Óttar Parwes Sharifi Ingólfsson
Óttar Parwes Sharifi Ingólfsson
Að baki allra stórafreka er hreykin eiginkona og undrandi tengdamóðir.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband